Norðurljósatímabilið á Íslandi byrjar í byrjun september og endar í apríl.

Sendið beiðni á netfangið auroraoutside@gmail.com viljir þú fá norðurljósafréttir í tölvupósti.


Núna er hægt að gerast áskrifandi að viðvörunum þegar von er á Norðurljósasýningum. Hægt er að panta HÉR.

Það eru Norðurljós nánast allar nætur um þessar mundir. Veðurstofan var sl. nótt með virknina í 2 sem er mjög lágt. En svo mátti sjá á línuritunum frá Leirvogi að allt fór á fullt og byrjuðu þessi flottu ljós á slaginu miðnætti. Danssýningar voru til kl. 03 í nóttina. 

Muna eftir að gerast áskrifandi að Aurora Alert svo þú missir ekki af neinu.

Mynd:  Ægir Lúðvíksson


Flott sýning í vændum.

Ágætt sjónarspil er í uppsiglingu þessa dagana. Núna þann 28.mars er Jörðin að lenda inni í streymi frá kórónuholu sem ætti að tendra upp mjög flott sjónarspil. Skýjahuluspá Veðurstofunnar er mjög hagstæð. Rétt er að geta þess að á þessum árstíma tendrast upp Norðurljós við minnsta þrusk á Sólinni þannig að ef heiðskírt er á þessum árstíma þá eru frekar miklar líkur á að detta í lukkupottinn.
 

Ljósmynd: Snorri Þór Tryggvason 12.02.´16.


Núna þann 14. feb. er ágætt sjónarspil í kortunum. Núna er Jörðin inni í streymi frá sólgosi sem ætti jafnvel að tendra upp mikið af bleikum Norðurljósum sé kvöldið í kvöld eitthvað í líkingu við það sem sjá mátti á Grænlandi sl. nótt. Það verður aukinn einnig aukinn straumur efniseinda á næstu dögum frá kórónuholu sem ætti að tendra upp þokkalegt sjónarspil. Skýjahuluspá Veðurstofunnar er ekki mjög hagstæð en þó ætti að vera möguleiki á að finna glufur í skýjahulunni með smá lagni.


Það lítur vel út fyrir Norðurljós þann 17. nk. Skýjahuluspá Veðurstofunnar lítur vel út í nema á suður- og suðvesturhelmingi landsins. Það er von á svokölluðu "co-rotating interaction region (CIR)" - Sem er einskonar sístreymandi hringstreymi efniseinda frá Sólinni sem geta tendrað upp flottar Norðurljósasýningar.


31. des 2015.

Mikil Norðurljós í kortunum!

Mikil efniseindasending frá sólbletti 2473 hefur nú náð að segulhjúpi Jarðar degi síðar en áætlað var og ætti að tendra upp glæsileg Norðurljós í kvöld Gamlárskvöld.

Nú er því um að gera að hlaða rafhlöðurnar, yfirfara myndavélarnar, fylgjast með nýjustu uppfærslunum og ná Flugeldamyndum með Norðurljósaívafi :)

Við hjá Nordurljosin.is ætlum að vera með leik á facebooksíðunni okkar þar sem verðlaun verða veitt fyrir bestu innsendu Áramóta Norðurljósamyndina

Sjá nánar á https://www.facebook.com/nordurljosaspa/


Ofboðsleg Norðurljósasýning í kortunum!

Einn af stærstu sólblettum sl. mánaða snýr nú beint að Jörðinni. Hann hefur verið að senda af stað vænar gusur af efniseindum. Þessi sólblettur er um 20 sinnum minni en sólblettur sem þann 13. mars 1989 olli víðtæku rafmagnsleysi í norður Ameríku og Kanada þegar segulmögnun olli hækkaðri spennu í háspennulínum og í kjölfarið 12 klst útslætti og rafmagnsleysi hjá milljónum manna. Þá sáust norðurljósin allt suður til Flórída og Kúbu. Þessi sólblettur verður hugsanlega örlítil prófraun á háspennulínurnar okkar en atburðurinn núna er þó ekki meðal þeirra stærstu sem við getum séð koma frá Sólinni. Bein yfirvofandi hætta á rafmagnsleysi að þessu sinni er því hverfandi en alltaf er þó gott að vita hvar vasaljósið er geymt.

 


Loftsteinadrífa sem kallast Geminítar nær hámarki 13. til 14. des. 2015 með um 120 stjörnuhröpum á klukkustund.

Geminítar (e. Geminids) er loftsteinadrífa sem rekja má til  smástirnisins 3200 Phaethon. Um er að ræða rykagnir sem brenna upp þegar Jörðin fer í gegn um slóð þess. Stjörnuhrapadrífan stendur yfir frá 7. desember til 17. desember en er í hámarki í kringum 13. og 14. desember og sjást þá oft um eða yfir 120 stjörnuhröp á klukkustund, eða eitt til tvö á mínútu. Geminítar eru því oft ein besta stjörnuhrapsdrífan sem sést á hverju ári.


Norðurljósa- og stjörnuhrapaunnendur athugið! Ágætt sjónarspil er í kortunum þessa dagana. Núna er Jörðin inni í streymi frá kórónuholu sem ætti að tendra upp þokkaleg Norðurljós. Einnig fer Jörðin fer í gegn um Geminid loftsteinabeltið 12. til 13 desember næstkomandi og er búist við um 120 stjörnuhröpum á klst. sem er met þetta árið. Skýjahuluspá Veðurstofunnar er einstaklega hagstæð.


Norðurljósaunnendur athugið! Sama streymi og olli gríðarlegum Norðurljósum í október sl. mun aftur vísa í átt að Jörðu á næstu dögum. Einnig fer Jörðin fer í gegn um Leonid loftsteinabeltið 17. til 19 nóvember næstkomandi. Einnig er streymi frá sólgosi væntanlegt að segulhjúpi Jarðar þann 18. nóv. Skýjahuluspá Veðurstofunnar er einstaklega hagstæð svo hvernig væri nú að græja myndavélarnar og ná flottu "Norðurljósastjörnuhrapi?"
Hér eru leiðbeiningar: http://nordurljosin.is/grein/50


Sólgosið hitti ekki.
Efniseindir sem voru væntanlegar frá sólgosi þann 12. nóv. hittu ekki á segulhjúp Jarðar eða eru mun hægfara en áætlað var sem mun draga verulega úr sjónarspilinu. Jörðin er þó inni í streymi frá kórónuholu sem ætti að tendra upp þokkaleg Norðurljós þar sem sér til himins.


Núna þann 7.nóv. er hrikaleg Norðurljósavirkni. Helst er að sjá til Norðurljósanna á N-A horni landsins samkvæmt skýjahuluspá Veðurstofunnar. Á morgun er spáin örlítið hagstæðari.


Allir út klukkan 9 í kvöld! Mikið streymi sólvinds frá sólinni náði loks að segulhjúpi Jarðar um klukkan 2 í nótt. Var það nokkru seinna en búist hafði verið við en það er þeim mun öflugra. Fyrri part kvölds ætti að sjást vel til himins en um miðnætti mun þykkna upp samkvæmt skýjahuluspá veðurstofunnar.


Jörðin fer í gegn um Taurid loftsteinabeltið 1. til 11 nóvember næstkomandi. Búist er við nokkrum björtum og hægum "stjörnuhröpum" á klukkustund og ætti að vera best að sjá til þeirra í kring um miðnætti næstu kvöldin. www.spaceweather.com

Ágætu Norðurljósaunnendur! Sama streymi og olli gríðarlegum Norðurljósum fyrripart október sl. mun aftur vísa í átt að Jörðu dagana 2. til 8. nóvember næstkomandi. Einnig fer Jörðin fer í gegn um Taurid loftsteinabeltið 1. til 11 nóvember næstkomandi. Búist er við nokkrum björtum og hægum "stjörnuhröpum" á hverri klukkustund og ætti að vera best að sjá til þeirra í kring um miðnætti næstu kvöldin.
Hvernig væri nú að græja myndavélarnar og ná flottu "Norðurljósastjörnuhrapi?"
Hér eru leiðbeiningar: http://www.gult.is/islenska/nordurljosamyndataka/