Norðurljósahorfur 15.10.2017

Ágætlega horfir með Norðurljósavirkni næstu daga. Þó mun heldur draga úr henni þar til á miðvikudag en þá mun Jörðin fara í gegn um streymi frá Kórónugeil. Virknin ætti þá að verða mjög góð næstu 4-5 daga eða frá miðvikudeginum 18. okt og fram yfir helgina. Skýjahuluspáin lítur ágætlega út enn sem komið er.