Ágæt Norðurljós sáust við Gróttu núna rétt eftir miðnætti þann 18. ágúst. Það er því hægt að segja að tímabilið fari af stað með miklum ágætum.
Næsta vika ætti að gefa gríðargóðar sýningar en stór kórónugeil sem þekur um 20-25% af ummáli Sólarinnar vísar nú á Jörðu. Streymið frá henni ætti að skella á segulhjúpi Jarðar innan 2-3 daga eða í kring um 20. ágúst. Það streymi gæti enst í allnokkra daga miðað við umfangið.
Myndina hér að ofan tók Björgvin Kristinsson við Gróttu þann 18. ágúst 2018 rétt eftir miðnætti en á myndinni hér að neðan má sjá umfang Kórónugeilarinnar sem mun senda okkur mikinn efnivið í Norðurljós nánast út mánuðinn.

Á myndinni sést umfang kórónugeilarinnar. Sólin sem er gashnöttur snýst um sjálfa sig á um 25 dögum við miðbaug en hægar við pólana. Streymið frá þessari geil gæti því enst í um 5-7 daga.